Wednesday, September 30, 2009

Dead Snow


Dead Snow fjallar um hóp ungs fólks sem leggur leið sína uppí fjalllendi Noregs að skemmta sér í litlum afskekktum kofa í fjöllunum. Eins og nafnið á myndinni gefur að kynna er allt útí snjó. Svæðið sem þau eru á var hernumið af nasistum í seinni heimsstyrjöldinni og er fólk mjög hrætt við þennan stað. Síðan byrja skrítnir hlutir að gerast og unga fólkið verður hrætt en sjá bara útí svart myrkrið. Í ljós kemur að þetta eru nasista zombíar komnir til að myrða þau hrottalega til að ná í svolítið sem fólkið ber. Myndin er blóðug svo ekki sé meira sagt.

Eftir slaka RIFF viku fór ég með veikt hugarfar á Dead Snow og hugsaði með mér "plís ekki vera jafn ömurleg og Reykjavík Whale Watching Massacre". En þótt ótrúlegt sé var þessi mynd hin mesta skemmtun! Ég var búinn að þrá að sjá góða splatter mynd lengi og svo sé ég þessa og gjörsamlega heillast af henni. Bara framúrskarandi leikarar í þessari mynd og ekki skaðar að þau séu norsk, fáranlega fyndið tungumál. Þessi mynd var eiginlega hin fullkomna splatter mynd.
Algjört meistaraverk! Ég held ég hafi aldrei skemmt mér jafn vel í bíó. Hún var svo yndislega tilgangslaus öll saman með zombie nasista að myrða ungt fólk, algjör snilld. Ég held að handritshöfundurinn að þessari mynd sé einhver snillingur. Kannski ég ráðleggi Sjón að fá ráðleggingar frá honum. Þessi mynd er svo blóðug að það er ekki hægt að lýsa því hvað það er geðveikt fyrr en maður hefur séð hana og zombíarnir - ÞEIR ERU SICK! :D 

Ég er svo glaður að ég sá þessa mynd því annars hefði þessi hátíð eiginlega bara suckað frekar mikið en þetta norska lið, það kann þetta. Það talar líka svo fyndið, var ég kannski búinn að segja það? En hver sem þú ert þá er þetta mynd sem þú verður að sjá! Þetta er ein mesta snilld sem ég hef nokkurn tímann séð. Þetta er kannski ekki góð greining á myndinni með að segja að hún sé bara sick góð og eitthvað en hey hún er það. Þú, sem ert að lesa þetta, horfðu á hana eða ekki einu sinni reyna að segja að þú hafir lifað góðu lífi. Dead Snow = Fullkomnun.

-Árni Gunnar

1 comment: