Wednesday, September 30, 2009

Sweethearts of the Prison Rodeo


Sweethearts of the Prison Rodeo var fyrsta myndin sem ég sá á RIFF. Fór á hana á laugardegi í Hafnarhúsinu í mjög heillandi sal. Allir settust á venjulega tréstóla og myndin byrjaði að rúlla. Myndin er heimildarmynd um fanga í Oklahoma ríki bandaríkjanna. Einu sinni á hverju ári geta fangar alls staðar að úr ríkinu tekið þátt í svokölluðu "rodeo" eða á íslensku kúrekasýningu, sem gefur kannski ekki nægilega skýra mynd á þessum brjáluðu atburðum. Fangelsisvistin verður mun bærilegri fyrir fangana þegar þeir hafa eitthvað eins og þennan atburð að hlakka til. Myndin er að hluta til mynd um daglegt líf fanganna og hinsvegar undirbúning fyrir keppnina og um keppnina sjálfa. 

Oft á köflum er mjög átakanlegt að horfa og hlusta á sögur sem þessir fangar hafa að segja. Því í raun er þetta fólk bara venjulegt fólk sem gerði mistök í lífsleiðinni og þarf að gjalda fyrir það. Vonleysið er mjög mikið hjá föngunum og er þetta rodeo sem ljós í myrkrinu. Það vilja allir taka þátt, sýna hvað í þeim býr og finnast frjáls í einn dag. Í myndinni er eitt kvennafangelsi sem tekur þátt í keppninni og mér fannst ótrúlegt að sjá allar þessar konur í fangelsi. Ég hafði í raun aldrei hugsað sérstaklega um fanga sem konur, kannski bara einhverja harða karla. Þeirra sögur voru oftar en ekki mun átakanlegri en sögur karlanna því flestar kvennanna þarna inni voru mæður, í raun eru um 80% kvenfanga í Oklahoma mæður. 
Þessi mynd sýndi mér virkilega hvað það er gott að hafa frelsi. Þetta fólk var fast í fangelsi vegna mistaka sem þau gerðu á lífsleiðinni og eina leið þeirra til að finnast frjáls var þetta rodeo. Aðeins einn dagur sem þau gátu fundist vera frjáls, ekki finnst mér það 
mikið af dögum. Þessi mynd var með betri myndum sem ég sá á RIFF (eins og mun kannski sjást á komandi bloggum) og allt í allt virkilega vel heppnuð heimildarmynd um erfitt viðfangsefni.

Skemmtilegur trailer fyrir myndina:
 http://www.youtube.com/watch?v=NsqqWWzaWbI&feature=related

-Árni Gunnar





1 comment: